Aldrei gefast upp.

Þetta er í fyrsta skiptið sem ég skrifa einhvað svona og þar af leiðandi er þetta ekki sett einhvað fullkomlega upp. Vonandi les þetta einhver :)

 

 

Mér langar bara til þess að segja mína sögu og vona að fólk sjái sem hafa lent í svipuðu, verr, eða ekki, að þótt þú lendir í erfiðleikum þá er lífið ekki búið! Það verður svo mikið betra ef þú vilt að það verður betra.

Frá því ég man eftir mér hefur verið andlegt ofbeldi, 6 ára gömul pissaði ég frekar í rúmið en að eiga í hættu á því að fara fram og eiga í hættu á því að vekja mömmu! Frekar lá ég í rúminu, meig þar og skipti svo eins hljóðlega og ég gat á rúminu og reyndi að fela það, því ég vissi að ef mamma kæmist að því að ég hefði pissað í rúmið þá væri sko heldur betur drullað yfir mig.
 Ég var farin að skrifa sjálfsmorðsbréf, skríðandi út um gluggann um hávetur aðeins á nærbuxum og nærbol bara til að reyna að enda þetta sem mér fannst tilgangslausa líf.

Svo byrja ég í skóla og ekki skánar það þar, þar byrjar eineltið. Fyrsta skipti sem ég skrópa er í 2.bekk! Ég vildi ekki fara í skólann og hitta þessa krakka. Ég sem vonaðist eftir að þetta myndi vera eins og hjá sumum sem búa við ofbeldi heima hjá sér að ég væri örugg í skólanum, gæti liðið vel þar. En nei, lögð í einelti í skólanum og lamin af mömmu. Ég man sérstaklega eftir því þegar stelpan sem var svona "aðal" í eineltinu flutti burt, þá eignaðist ég loksins mína fyrstu vinkonu þó svo hún hafi ekki verið neitt rosa skemmtileg eða góð við mig þá fannst mér hún samt vinkona mín útaf hún vildi hitta mig utan skóla.
Allavega um þetta leyti er ég svona 10-11 ára og er að fara að halda upp á afmælið mitt, er náttúrulega rosalega spennt bara svona eins og krakka á þessum aldri sæmir. Váá hvað ég var spennt, mömmu samt sem áður líkaði það ekkert rosalega vel hversu spennt ég var, fannst ég bara vera að trufla hana í símanum (hún var s.s. að undirbúa einhvað fyrir afmælið í símanum). Vorum bara 2 heima og þegar hún skellir á, ég hafði aldrei verið eins hrædd, hún stökk upp, hrinti mér í gólfið, dró mig á hárinu inn í herbergi og lét höggin svoleiðis dynja á mér. Þetta er svona smá brot af 6-10 ára aldri, er  búin að loka ansi mikið úti. 11 ára byrja ég svo að reykja bara vegna þess að ég vissi að þetta gæti drepið mig, eineltið er auðvitað enn í gangi í skólanum þó svo mér fannst ég eiga vinkonu þar en ég var bara búin að blekkja hugann og einn daginn fer ég heim í hádeginu, helli vodka í glas og þamba það og rölti svo aftur í skólann, það virkaði greinilega vegna þess ég man ekkert eftir restinni af skóladeginum. Svo verður misnotað mig, 2svar, þegar ég er 11 ára líka, ég þorði ekki að segja nei. Ég hef alltaf verið svo hrædd um að fólki líki illa við mig þannig mér datt ekki í hugar að segja nei ég var svo skíthrædd. Ég kem heim eftir þetta alveg niðurbrotin og þá er mamma greinilega búin að frétta af því að ég hafi verið með þessum manni í bíl og svoleiðis hraunar yfir mig og er bara hreint og beint að segja að þetta sé MÉR að kenna, að þetta hafi verið einhvað sem ÉG vildi, ég heyrði þetta alltsaman, var hágrátandi búin að loka mig inni á baði, niðurbrotin eftir ógeðslega misnotkun og mín eigin móðir kennir mér um það.

Þegar ég er 14 ára, rétt fyrir ferminguna segja foreldrar mínir mér að þau séu að fara að skilja, það kom mér svosem ekkert á óvart þar sem þau voru bæði búin að drulla yfir hvort annað við mig og mamma alltaf sofandi inni í stofu sama hvað klukkan var, ég var ekki lengi að fatta að hún var dópisti sem var alltaf að taka svefntöflur. Ég og litli bróðir minn flytjum með mömmu, og þá virkilega byrjar neyslan hennar af hörku. Alltaf útúrdópuð heima, sofandi, ef við vöktum hana þá áttum við sko ekki von á góðu. Ég var nánast hætt að mæta í skólann þarna. Ég var sú sem var að reyna að stjórna neyslunni hennar mömmu, faldi töflurnar hennar eða skammtaði henni, það virkaði ekkert rosalega vel. Það var ég sem hún öskraði á : "feldu rakvélarnar NÚNA! annars drep ég mig! sérðu þessa skurði? HA? sérðu þetta?! viltu að ég geri meira af þessu og drepist bara?! FELDU ÞÁ RAKVÉLARNAR FYRIR MÉR!!". Þetta var hreint út sagt ömurlegur tími, ég tók margoft töflurnar hennar og reyndi að drepa mig, byrjaði að skera mig, ég vildi annaðhvort bara deyja eða leyfa henni að sjá hvað hún væri að láta okkur ganga í gegnum! Ári seinna fer mamma í meðferð og kemur heim um sumarið og þá flytjum við í nýja íbúð. (Það var líka þörf á því, vorum í 1 herbergja bílskúr.) Ég hætti með kærastanum mínum og fer bara að sofa hjá einhverjum. 15 ára gömul. Eitt kvöldið kemur vinur minn til mín eða sem ég hélt að væri samkynhneigður vinur minn og ætlar að gista hjá mér, en það endar á því að hann nauðgar mér, á mínu eigin heimili. Ég reyndi alltaf að láta þetta ekki hafa áhrif á mig.
Mamma bað mig oft um að koma á fundi með sér þegar hún var nýkomin úr meðferð og auðvitað minnsta málið, ég fer með henni á nokkra þangað til að manneskjan sem er sponsorinn hennar segir við hana, fyrir framan mig : "Ekki vera að koma með dóttur þína svo á fundi með þér, hún er mesti áhrifavaldurinn á neysluna þína." Hún var að reyna að kenna MÉR um neysluna hennar mömmu, litla sem ég brotnaði niður við að heyra þetta.

Svo þegar ég er 16 ára þá fer ég í samband með strák sem er mun eldri en ég, allt gengur voða vel (fannst mér) en svo flytjum við inn saman, þá fór ég að taka eftir því hversu ljót manneskja hann er. Ég viðurkenni það alveg ég er ekki með stór brjóst og hef aldrei verið með og ég hef alltaf verið mjög óörugg með þau, og hann vissi það vel, en alltaf var hann að segja hversu ljót, lítil og ógeðsleg brjóst ég væri með, hversu ógeðslega feit ég var og ljót og bara nefndu það, ég fékk að heyra hversu viðbjóðsleg ég var. Það var líka nokkuð oft sem ég vildi ekki kynlíf og hann bara gerði það samt og drullaði yfir mig á meðan. Mér var nauðgað af kærastanum mínum. Það sem fyllti samt sem áður mælinn var þegar hann sló mig, þá fór ég frá honum en hljóp síðan aftur til hans, svo réðst hann á mig aftur, henti mér út úr íbúðinni, sparkaði í mig og dró mig eftir götunni. Ég var með marbletti í laginu eins og hendurnar á honum á mér, bolurinn minn allur rifinn og tættur en samt hljóp ég aftur til hans! Ég var bara orðin svo ótrúlega brengluð í hausnum og orðin svo vön því að láta koma svona fram við mig. Það hafði verið komið svona fram við mig alla mína tíð. Ég fór samt frá honum eftir 11 mánaða samband.

Sumarið eftir þetta (s.s. þegar ég er orðin 17ára) er ég á endalausu djammi, er full allar helgar, ekki með neina sjálfsvirðingu, ekkert sjálfsálit bara ekkert! Eitt kvöldið fæ ég sent sms, þá er það frá mínum fyrrverandi, að reyna að biðjast afsökunar og er að segjast ætla að drepa sig. Fyrsta sem ég hugsa er "hvernig dirfist honum að senda mér svona sms?! Þetta er bara djöfuls athyglissýki í honum ekki séns að ég ætla að fara þangað!" En samt er einhvað í hausnum á mér sem segir mér að fara. Þannig ég bruna þangað (heim til hans) og brýst inn, þar finn ég hann nær dauða en lífi og vá hvað ég fékk mikla útrás á honum þar. Ég öskraði og öskraði á hann að hann ætti bara engann rétt á því að senda mér svona sms og að hann væri ein ógeðslegasta manneskja sem ég hefði nokkurn tímann hitt, ég sló og sló hann þangað til hann var ekki lengur meðvitundarlaus. Þá sagði ég við hann: "Ég ætla ekki að bjarga þér. Það er ekki séns í helvíti að ég ætli að hringja á sjúkrabíl fyrir þig." Og ég stóð við það, ég hringdi samt sem áður í fjölskyldumeðlim hans og sagði þeim frá þessu og þau gætu nú bara hringt í sjúkrabíl. Þegar ég kem heim til systkins hans fer það að segja við mig að þetta sé mér að kenna, að ég hafi komið svo illa fram við hann að það var mér að kenna að hann fór aftur í neyslu og reyndi að drepa sig. Ég viðurkenni það fúslega að þetta er dagurinn sem ég sé mest eftir í lífi mínu, að bjarga lífi manneskju sem mér langaði ekki að bjarga.

Djammið hélt áfram og ég fer að sofa hjá bara einhverjum, bara næsta gaur sem veitir mér einhverja athygli. Ég var með enga sjálfsvirðingu ekki neitt og ég virkilega hélt að mér myndi líða betur með því að sofa hjá öllum þessum strákum, en ég hafði rangt fyrir mér, þá koma hugsanirnar hversu ógeðsleg drusla ég væri og allt þetta. Mér fór bara að líða verr, ég brosti ekkert í nokkra mánuði bara vegna þess að ég gat það ekki. Ég var dauð að innann og ég bókstaflega gafst upp á að reyna að berjast við þunglyndið.

Ég kynntist síðan núverandi kærastanum mínum í nóvember í fyrra, ég féll strax fyrir honum. Við erum búin að vera saman í ár núna og ég er bara nýbúin að segja honum frá þessu, ég fór líka bara nýlega að tala við systir mína um þetta, en ég mun ekki einu sinni reyna það að tala við mömmu um þetta vegna þess að hún segir enn þann dag í dag að það var ég sem hafði verið að ráðast á hana. Ég velti mér ekki einu sinni uppúr því, við eigum gott samband í dag og ég nenni ekki að fara að gera það einhvað slæmt. Samt frá því að ég og kærastinn minn byrjuðum saman hef ég verið að vinna í sjálfri mér. Reyndi samt einu sinni að enda líf mitt eftir að við vorum byrjuð saman, þá kom hann að mér meðvitundarlausri heima og það var vegna þess að ég náði ekki að láta vinum hans líka vel við mig, þeir hraunuðu reyndar bara yfir mig. Ég er ennþá skíthrædd við höfnun og að segja mínar skoðanir, en ég geri það samt.

Ég ákvað bara sjálf að ég ætlaði sko ekki lengur að vera að kenna einhverjum öðrum um að mér liði illa, þetta var mín ákvörðun að líða illa vegna þess að ég ákvað að gera ekkert í mínum málum, ég reyndi ekki að láta mér líða betur. Það sem ég sé mest eftir er að hafa ekki kært nauðganirnar, og að hafa ekki talað um þetta! Meira samt að hafa ekki talað um þetta. Eftir að ég sagði kærastanum mína sögu var eins og það hafi verið létt mörgum kílóum af mér og ég er svo mun hamingjusamari eftir það. Ég er að segja þetta af því að þetta virkar! Talið um það sem er að! Léttið á ykkur! Ég LOFA að um leið og þú sjálfur virkilega ákveður og ert ákveðinn í því að láta þér líða betur þá mun þér gera það! Þér líður ekkert betur með því að sitja heima og vorkenna sjálfum þér, hvað þá að fara að dópa eða stinga af! Þá ertu að flýja vandamálið en ekki takast á við það. Það gerir bara illt verra að vera að reyna einhvað að flýja vandamálið. Afhverju ekki að sýna fólkinu sem kom svona fram við þig bara hversu ómerkileg þau eru ? Sýna þeim hvað þér gengur vel! Það hefur allavega alltaf verið í mér að það er ekki séns að þau munu nokkurn tímann sjá á mér hvað þau gerðu mér! Það er bara sigur fyrir þau að sjá þig einhversstaðar að líða illa útúrdópaður eða ekki.. Alltaf þegar þau sjá mig þá fá þau sko alltaf að sjá mig brosandi eða hlæjandi! Þau fá ekki að vinna. Vona að einhver lesi þetta og þó ég hjálpi ekki nema einum (vona að frásögn mín verða einhverjum til hjálpar) þá er það sem ég vill komið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband